Sterkasta kona Íslands í Þorlákshöfn á laugardaginn

sterkasta_kona_islands2015Á laugardaginn, 26. september, fer fram keppni um Sterkustu konu Íslands í Icelandic Glacial höllinni í Þorlákshöfn. Þetta er í annað sinn sem keppnin er haldin í Þorlákshöfn.

Fjórtán keppendur eru skráðir til leiks og munu keppa í fjórum greinum. Greinarnar eru uxaganga, sandpokaburður, drumbalyfta og réttstöðulyfta.

Þetta er því kjörið tækifæri fyrir Þorlákshafnarbúa sem og aðra að mæta og sjá sterkustu konur landsins etja kappi. Keppnin hefst klukkan 13:00 og er frítt inn.