Herrakvöld Þórs 2015

herrakvöld 2015
Laugardaginn 10. október nk. fer Herrakvöld körfuknattleiksdeildar Þórs fram í þriðja sinn. Meistaraflokkur Þórs verður á svæðinu og sjá þeir um að allt fari vel fram en á seinustu Herrakvöldum hefur stemningin verið mjög góð.

Dagskrá:
– Fordrykkur
– Veglegur matur og veigar með. Matseðillinn samanstendur af fisk- og kjötréttum og meðlæti.
– Pub Quiz – Vegleg verðlaun fyrir sigurvegara
– Happadrætti
– Ræðumaður
– Uppboð á flottum pökkum
Verð: 3.900 kr. Húsið opnar kl. 19:30.

Hægt að panta miða á thorkarfa@gmail.com og í skilaboðum á facebook-síðu Þórs. Einnig er hægt að panta miða á heimasíðu Þórs.
Miðar greiðist við hurð á Herrakvöldinu.

Herrakvöld Þórs er fjáröflunarskemmtun sem karlmenni Þorlákshafnar og Ölfuss mega ekki að missa af.