Í dag, fyrsta sunnudag í aðventu, fer fram aðventustund í Þorlákskirkju og hefst hún kl. 16:00.
Tónlistin mun leika stórt hlutverk í dag en fram munu koma Söngfélagið, Kirkjukórinn, eldri lúðrasveit sem og eldri kór grunnskólans og síðast en ekki síst munu Tónar og trix flytja vel valin lög.
Fermingarbörn munu flytja texta og mun Guðmundur Brynjólfsson, rithöfundur og djákni við kirkjuna, flytja ræðu.