Digiqole ad

Þórsarar með sigur í Skagafirði

 Þórsarar með sigur í Skagafirði

Mynd: karfan.is

vancehall01Þórsarar lögðu land undir fót í dag og spiluðu við Tindastól á Sauðárkróki. Leikurinn var æsispennandi og sigraði Þór leikinn 78-80.

Leikurinn var nokkuð jafn og í leikhlé var staðan 38-32. Okkar menn komu sterkir inn í síðari hálfleik og náðu forustunni, 54-55, fyrir síðasta leikhlutann.

Seinustu mínútur leiksins voru æsispennandi þar sem bæði lið hefðu getað tryggt sér sigur en úrslitin réðust ekki fyrr en á loksekúndum leiksins þegar Tindastólsmenn klikkuðu á skoti. Okkar menn sigruðu því leikinn 78-80 eins og fyrr segir.

Stigahæsti leikmaður Þórsara var Vance Hall með 34 stig.