Leikur 2: Þórsarar geta komist í 2-0 í kvöld

thor-4Í kvöld fer fram leikur tvö í 8-liða úrslitum Þórs og Hauka í körfubolta en núna verður leikið í Icelandic Glacial höllinni í Þorlákshöfn.

Þórsarar unnu glæsilegan sigur í fyrsta leiknum á Ásvöllum og stálu þar með heimavallarréttinum af Haukum.

Nú er komið að því að halda fast í heimavöllinn en til þess þurfa Þórsarar sigur í Þorlákshöfn í kvöld. Það lið sem vinnur þrjá leiki kemst í undanúrslit.

Leikurinn hefst stundvíslega kl. 19:15 og er klárlega málið að drífa sig á völlinn og láta vel í sér heyra.

Fyrir leik verður hægt að kaupa sér grillaða hamborgara og einnig mun fiðlusnillingurinn Baldur Dýrfjörð vera með atriði á leiknum.