Frítt á völlinn: Ægir fær Sindra í heimsókn

ÆgirÍ dag, laugardag, fer fram fyrsti leikur Ægis í 2. deildinni í fótbolta og er hann jafnframt fyrsti heimaleikur sumarsins.

Lið Sindra frá Höfn kemur í heimsókn til Þorlákshafnar og mun etja kappi við Ægismenn.

Leikurinn hefst kl. 14:00 og verður frítt inn á þennan fyrsta leik tímabilsins. Kjörið að drífa sig á völlinn í góða veðrinu í Þorlákshöfn og styðja okkar menn til sigurs.