Hæ, hó og jibbí jei – Þjóðhátíðardagskrá í Þorlákshöfn

17_juni_01Föstudaginn 17. júní verður þjóðhátíðardagur okkar Íslendinga haldinn hátíðlegur í Þorlákshöfn. Í ár er það körfuknattleiksdeild og frjálsíþróttadeild Þórs sem sjá um dagskrána sem er ekki að verri endanum.

Fánar dregnir að húni

11:00 – Afhjúpun skiltis við víkingaskip á útsýnisstað
Á útsýnisstað á varnargarði, þar sem útsýnisskífan er, er einnig víkingaskip sem Þorlákshafnarbúinn Erlingur Ævarr Jónsson teiknaði. Skipið minnir á að Auður Djúpúðga strandaði skipi sínu á Hafnarskeiðinu. Skilti sem staðsett er nálægt skipinu, verður afhjúpað og Erlingi þakkað fyrir hans framlag til samfélagsins með þessu listaverki.

11:00-12:00 – Fjör á frjálsíþróttavelli
Skemmtimót í óhefðbundnum íþróttum. Allir mega taka þátt!

13:30 – Skrúðganga frá grunnskólanum
Lúðrasveit Þorlákshafnar fer að sjálfsögðu fyrir göngunni

14:00 – Hátíðardagskrá í skrúðgarðinum

  • Ávarp bæjarfulltrúa
  • Lúðrasveit Þorlákshafnar
  • Hátíðarræða
  • Ávarp fjallkonunnar
  • Kynning á breytingum á Skrúðgarðinum og vígsla á Kvenfélagstorgi, tileinkuð Kvenfélagi Þorlákshafnar. 
  • Hoppukastali og leikur fyrir börnin

15:00 – Hátíðarkaffi í Versölum
Kaffisala á vegum frjálsíþrótta- og körfuknattleiksdeildar Þórs

17:00 – Barnaskemmtun í Grunnskólanum í Þorlákshöfn
Töframaður, Solla stirða, Siggi sæti og diskótek