Hafið bláa með áherslu á sjávarfang úr héraði

Hafið bláa (6)Nýir aðilar tóku formlega við rekstri á Hafinu bláa þann 1. maí sl. en nýju rekstraraðilarnir með góða þekkingu á rekstri veitingahúsa en þau reka einnig Rauða húsið á Eyrarbakka.

Á Hafinu Bláa er lögð sérstök áhersla á sjávarfang úr héraði og íslenskt hráefni, en einnig er boðið upp á lambafille, kökur og kaffi. Matseðillinn er einfaldur en allir ættu þó að finna eitthvað við sitt hæfi.

Staðsetning veitingastaðarins er sér á báti þar sem einstakt útsýni og virkilega afslappað umhverfi er einkennandi. Pallur er við húsið og snýr hann að sjónum og þar er hægt að borða úti. Til gamans má geta að á pallinum eru fötur og skóflur fyrir krakkana svona í ljósi þess að þau hafa aðgang að heilli fjöru.

Hafið bláa er opið alla daga frá kl 11:00-21:00 en staðurinn rúmar um það bil 75 manns og hægt er að fá allan salinn fyrir hópa.