Viðreisn með opinn fund í Þorlákshöfn

vidreisnViðreisn í Suðurkjördæmi býður til opins fundar, fimmtudaginn 20. október kl. 17:30, í Versölum Ráðhúsinu í Þorlákshöfn. Þar munu frambjóðendur Viðreisnar kynna stefnu flokksins fyrir komandi kosningar.

Við hvetjum alla til að fjölmenna og ræða við Jónu Sólveigu Elínardóttur oddvita í Suðurkjördæmi og varaformann Viðreisnar ásamt Jóhannesi Kristbjörnssyni og Ingunni Guðmundsdóttur.

Hlökkum til að sjá þig!
Viðreisn í Suðurkjördæmi