Öruggur sigur Þórsara þar sem allir leikmenn skoruðu

thor_haukar_okt2016-19Allir leikmenn Þórs komust á blað þegar liðið lagði Snæfell örugglega í Domino’s deildinni í kvöld. Lokatölur urðu 110-85 og höfðu Þórsarar yfirhöndina allan leikinn en segja má að þeir hafi gert út um leikinn í þriðja leikhluta.

Það voru mikil gleðitíðindi fyrir Þórsara að Grétar Ingi var mættur á parketið að nýju en hann er allur að koma til eftir puttabrot.

Eins og fyrr segir skoruðu allir leikmenn Þórs í kvöld og var Tobin Carberry stigahæstur með 21 stig. Hann var með 91% skotnýtingu, skoraði 10 tveggja stiga körfur úr 11 tilraunum!

Næstur var Ragnar Örn með 17 stig, Emil Karel með 17, Ólafur Helgi skoraði 10 stig, Halldór Garðar 9, Davíð Arnar og Grétar Ingi skoruðu báðir 8 stig, Maciej Baginski 7, Erlendur Ágúst og Magnús Breki skoruðu 5 stig, Þorsteinn Már 4 og Benjamín Þorri skoraði lokakörfu Þórs og þar með hans fyrstu 2 stig fyrir meistaraflokk Þórs í Domino’s deildinni.