Þór fær FSu í heimsókn – Miði í höllina í húfi

Það verður sannkallaður nágrannaslagur í Icelandic Glacial höllinni í Þorlákshöfn í kvöld þegar Þórsarar fá FSu í heimsókn í 8-liða úrslitum Maltbikarsins í körfubolta.

Það lið sem sigrar leikinn í kvöld tryggir sér sæti í Laugardalshöllina þar sem undanúrslit og úrslit fara fram aðra helgina í febrúar.

Leikurinn gegn FSu í kvöld hefst kl. 19:15.