Búið að opna nýtt hundagerði í Þorlákshöfn

Nýtt hundagerði hefur verið tekið í notkun í Þorlákshöfn og er það staðsett norðan við Ísnet í áttina að golfvellinum.

Vinsamlegast gangið vel um svæðið, hirðið upp úrgang hundanna og setjið í poka og hendið í ruslatunnu.

Minnum einnig fólk á að skrá hundana sína.

Umhverfisstjóri Ölfuss