Tímabilið hefst á morgun hjá Ægismönnum

Ægismenn spila fyrsta leikinn á tímabilinu á morgun þegar þeir taka á móti Ými í Borgunarbikarkeppni karla. Ægismenn sem leika nú í 3.deild, eftir að hafa fallið úr 2.deild í fyrra, mæta Ými sem leika í 4.deild á gamla grasvellinum í Þorlákshöfn á morgun klukkan 14:00.

Ægir lenti í 3.sæti í sínum riðli í Lengjubikarnum en liðið hefur farið vel af stað undir stjórn Björgvins Freys Vilhjálmssonar. Íslandsmótið hefst svo 12.maí en þá mæta Ægismenn KFG í Garðabænum. Við hvetjum alla til að mæta á morgun og styðja Ægismenn áfram!

Áfram Ægir!

-aöæ