Ægir mætir Þór Akureyri í 32-liða úrslitum

Mynd: Sunnlenska.is / Guðmundur Karl

Ægir mætir Þór Akureyri í 32-liða úrslitum bikarkeppni karla í knattspyrnu. Dregið var í Laugardalnum í hádeginu í dag.

Ægismenn hafa unnið tvo leiki í bikarnum og mæta nú Akureyrar Þórsurum sem leika í næst efstu deild.

Leikurinn fer fram á Akureyri 16. maí næstkomandi og hefst hann klukkan 18.