Davíð, Halldór, Ólafur og Maciej verðlaunaðir á lokahófi Þórs

Lokahóf meistaraflokks Þórs í körfubolta fór fram um síðustu helgi í ráðhúsinu í Þorlákshöfn. Þar voru veitt verðlaun fyrir árangur leikmanna á tímabilinu sem lauk fyrir skömmu.

Davíð Arnar var valinn efnilegasti leikmaður Þórs og Halldór Garðar fékk verðlaun fyrir mestar framfarir. Ólafur Helgi var valinn besti varnarmaður liðsins.

Maciej Baginski var valinn mikilvægasti leikmaður liðsins en hann mun ekki leika með liði Þórs á næsta tímabili. Þá mun Ragnar Örn heldur ekki leika með liðinu en í tilkynningu frá Þórsurum segir að þeim hafi verið þakkað fyrir samstarfið með blómvendi.

Aðrir leikmenn framlengdu samning sinn við Þór og fyrir voru fyrirliðinn Emil Karel, Grétar Ingi og Þorsteinn Már á samningi. „Frekari fréttir af leikmannamálum berast síðar,“ segir að lokum í tilkynningu Þórsara.