Þór tapaði stórt á Ásvöllum

Þórsarar leita enn að sínum fyrsta sigri í Domino’s deild karla en í kvöld tapaði liðið fyrir Haukum á Ásvöllum 96-64.

Heimamenn í Haukum höfðu mikla yfirburði í kvöld og sáu Þórsarar aldrei til sólar í þessum leik. Jesse Pellot Rosa var ekki með í leiknum en hann er að jafna sig af meiðslum sem hann varð fyrir í leiknum gegn Tindastól í bikarnum.

Tveir leikmenn Þórs skoruðu yfir 10 stig í kvöld. Halldór Garðar skoraði 13 stig og Adam Eiður skoraði 11 stig. Magnús Breki skoraði 9 stig og aðrir minna.

Næsti leikur Þórs er heimaleikur gegn Stjörnunni næstkomandi föstudag.