Digiqole ad

Jesse Pellot Rosa hættur hjá Þór og Snorri glímir við veikindi

 Jesse Pellot Rosa hættur hjá Þór og Snorri glímir við veikindi

Jesse Pellot Rosa mun ekki leika meira með liði Þórs í Domino’s deildinni í körfubolta. Leikmaðurinn meiddist fyrr á tímabilinu og náði hann sér aldrei almennilega á meiðslunum en í hans stað kom DJ Balentine.

„Jesse er drengur góður og hefur lagt mikið á sig við að reyna að ná fullri heilsu aftur en því miður hefur hann ekki náð að beita sér almennilega í rúman mánuð og ekki fyrirséð hvenær hann kæmist á fullt aftur. Félagið þakkar honum samstarfið og óskar honum góðs gengis í framtíðinni,“ segir í tilkynningu Þórsara.

Þá verður Snorri Hranfkelsson frá í einhvern tíma en hann greindist með einkirningasótt fyrir síðustu helgi. „Erfitt er að segja til um hversu lengi Snorri verður frá en við vonumst náttúrulega eftir þvi að sjá hann í slagnum aftur sem fyrst, og vonandi að það verði snemma á nýju ári þó erfitt sé að segja til um tíma,“ segir í tilkynningunni.