Þór fær Hött í heimsókn

Í kvöld taka Þórsarar á móti Hetti í Domino’s deildinni í körfubolta kl. 18:30 í Icelandic Glacial höllinni í Þorlákshöfn.

Þórsarar eiga ekki lengur möguleika á sæti í úrslitakeppninni en liðið getur ekki náð Keflavík að stigum í 8. sætinu.

Nú er því um að gera að mæta og styðja okkar menn sem ætla sér að klára mótið af krafti og vinna þá þrjá leiki sem eftir eru.