Kynningarfundur: Fyrirhuguð uppbygging á Egilsbraut 9

Kynningarfundur vegna fyrirhugaðrar uppbyggingar við Egilsbraut 9 í Þorlákshöfn verður haldinn á Níunni miðvikudaginn 23. maí n.k. og hefst kl. 17:00.

Á fundinn mæta Sigurður Ásgrímsson og Þórhallur Garðarsson frá Tækniþjónustu SÁ ehf. og kynna þá tillögu/hugmynd sem þeir hafa unnið að með starfshópi sem skipaður var af bæjarstjórn vegna verkefnisins haustið 2017.

Fundurinn er öllum opinn og vonumst við til að sjá sem flesta.

Sveitarfélagið Ölfus