Íþróttadrengurinn Viktor Karl Halldórsson úr Þorlákshöfn varð um helgina Íslandsmeistari í spjótkasti í flokki 16-17 ára pilta á Meistaramóti Íslands 15-22 ára í frjálsum íþróttum sem fram fór í Laugardalnum um helgina.

Veðrið og aðstæður voru eins og þær gerast bestar og kastaði Viktor Karl spjótinu 56,91 metra eða tæpum 9 metrum lengra en næsti keppandi.

Glæsilegur árangur hjá þessum flotta dreng!