Opin fundur í Lionsklúbbi Þorlákshafnar

Lionsklúbbur Þorlákshafnar heldur almennan fund þriðjudaginn 23. október klukkan 20 í Ráðhúsinu. Þema fundarins er stuðningur Lions gegn sykursýki.

Frummælandi verður Jón Páll Gestsson formaður Dropans, 
styrktarfélags barna með sykursýki. Einnig verður rætt um væntanlegar sykursýkismælingar Lions í nóvember. Fundurinn verður almennur fundur og opinn öllum.

Lionsklúbburinn hefur sinnt frábærum verkefnum í heimabyggð, svo sem skógrækt, hreinsun með vegum, stuðningi við björgunarsveitina og útdeilingu jólagjafa. Klúbburinn lagði lúðrasveit Þorlákshafnar til ýmis hljóðfæri við upphaf hennar. Þess má líka geta að klúbburinn var frumkvöðull að uppgræðslu Hafnarsands með hjálp lúpínu og ræktunarsvæði klúbbsins að Skýjaborgum er í kröftugum vexti.

Lionsklúbbur er frábær félagsskapur þar sem félagar koma saman, vinna að góðum verkefnum og kynnast hver öðrum í leik og starfi.

Stjórn Lionsklúbbs Þorlákshafnar