Þórsarar fá Skallagrím í heimsókn í mikilvægum leik

Í kvöld er heimaleikur í Þorlákshöfn í Domino’s deildinni í körfubolta þegar Þórsarar taka á móti Skallagrím.

Þórsarar unnu glæsilegan sigur á Breiðablik í síðustu umferð eftir magnaða flautukörfu Nick Tomsick.

Með sigri í kvöld fara Þórsarar uppfyrir Skallagrím í 7.-8. sæti deildarinnar. Þetta er því gífurlega mikilvægur leikur fyrir Þórsara að vinna en Skallagrímur eru engir aukvisar og verður þetta án efa stál í stál í kvöld.

Leikurinn hefst klukkan 19:15 en nú er ráð að fjölmenna í stúkuna og styðja Þorlákshafnardrengina til sigurs.