Síðasti leikur ársins: Þór fær Val í heimsókn

Í kvöld fá Þórsarar lið Vals í heimsókn í síðasta leik liðanna í Domino’s deildinni á þessu ári.

Leikurinn er gífurlega mikilvægur fyrir bæði lið en bæði vilja þau skjóta sér lengra upp frá neðstu liðum.

Leikurinn hefst klukkan 18:30 í Icelandic Glacial höllinni en nù er sannarlega tíminn til að fjölmenna og styðja Þorlákshafnardrengina til sigurs.