Stigamót GSÍ í fyrsta sinn á Þorlákshafnarvelli

Fyrsta stigamót ársins á GSÍ mótaröðinni í golfi fer fram á Þorlákshafnarvelli dagana 24.-26. maí næstkomandi.

Það sem er skemmtilegast við það er að þetta er í fyrsta sinn sem mót á GSÍ mótaröðinni er haldið á Þorlákshafnarvelli en þarna munu allir bestu kylfingar landsins etja kappi.

Óskar Gíslason hjá Golfklúbbi Þorlákshafnar er spenntur fyrir mótinu. „Við hjá Golfklúbbi Þorlákshafnar erum gríðarlega spennt og stolt af þessari viðurkenningu að fá bestu kylfinga landsins í Ölfusið að kljást við völlinn okkar, sem er eini strandvöllur landsins.“