Ægir mætir Elliða í baráttunni um toppsætið

Það verður sannkallaður toppslagur á Þorlákshafnarvelli í kvöld þegar Ægir fær Elliða í heimsókn í 4. deildinni í fótbolta.

Liðin eru jöfn að stigum í tveimur efstu sætum deildarinnar en Ægismenn hafa betri markatölu. Það lið sem sigrar leikinn í kvöld mun hafa þriggja stiga forystu í deildinni.

Leikurinn hefst klukkan 20 og er um að gera að skella sér á völlinn og hvetja Þorlákshafnardrengina til sigurs. Frítt er á alla heimaleiki Ægis í sumar.