Bræður munu berjast þegar Þór fær Tindastól í heimsókn

Í kvöld fer fram mikilvægasti leikur tímabilsins hingað til hjá Þórsurum þegar Tindastólsmenn mæta í heimsókn í Icelandic Glacial höllina.

Þórsarar eru í harðri baráttu um laust sæti í úrslitakeppninni en einnig í harðri baráttu um að halda sæti sínu í deildinni þar sem litlu munar á liðunum í sætum 8-12.

Þetta verður jafnframt fyrsti leikur Baldurs Þórs í Þorlákshöfn sem þjálfari Tindastóls. Bræður munu berjast í kvöld en Þorsteinn Már bróðir hans er aðstoðarþjálfari Þórs og Hjörtur er sjúkraþjálfari liðsins.

Leikurinn hefst klukkan 19:15 og er eina vitið að fjölmenna á völlinn og styðja sína menn til sigurs.