Þór mætir Keflavík í fyrsta leik Icelandic Glacial mótsins

Icelandic Glacial mótið í körfubolta hefst á miðvikudaginn, 16. september, og fer fram í Icelandic Glacial höllinni í Þorlákshöfn dagana 16., 20. og 24. september.

Fyrsti leikur mótsins verður leikur heimamanna í Þór gegn Keflavík og hefst leikurinn klukkan 18. Klukkan 20:30 sama dag fer fram viðureign Grindavíkur og Njarðvíkur.

Tilvalið að skella sér á völlinn og fylgjast með þessu skemmtilega undirbúningsmóti fyrir átökin í Dominos deildinni sem er rétt handan við hornið.

Aðgangseyrir hvern dag er 2.000 kr. en krakkar í grunnskóla fá frítt inn. Þórsarar vilja minna stuðningsmenn Þórs á að hægt verður að skrá sig í stuðningsmannaklúbbinn og fá þannig frítt á leiki mótsins.

Eftirfarandi er dagskrá Icelandic Glacial mótsins 2020:

Miðvikudagur 16. september
Kl. 18.00
Þór Þorlákshöfn – Keflavík
Kl. 20.30 Grindavík – Njarðvík

Sunnudagur 20. september
Kl. 14.00
Keflavík – Njarðvík
Kl. 16.00 Þór Þorlákshöfn – Grindavík

Fimmtudagur 24. september
Kl. 18.00
Grindavík – Keflavík
Kl. 20.30 Njarðvík – Þór Þorlákshöfn