Þorlákskirkja opin á miðvikudögum

Þorlákskirkja verður opin á meðan samkomubanni stendur á miðvikudögum milli 17:30 og 19:00. Hægt er að sitja í kyrrð, biðja og eða kveikja á kerti.

Við fylgjum fyrirmælum yfirvalda um sóttvarnir og fjöldatakmarkanir og fjarlægðarmörk.

Það er mikilvægt að við pössum vel hvert annað og hjálpum þeim sem finna fyrir ótta.

Sóknarnefnd og sóknarprestur