Vinningshafar í Skelfilegu hryllingssögukeppninni – Lestu sögurnar

Þollóween skammdegishátíðin stendur yfir þessa vikuna og hefur hátíðin verið frábær. Dagskráin heldur svo áfram í dag og út laugardaginn en dagskrána má sjá með því að smella hér.

Fyrr í vikunni voru kunngjörð úrslit í Skelfilegu hryllingssögukeppninni og var það Þorgerður Kolbrá í 7. bekk sem lenti í fyrsta sæti. Í 2. sæti var Freyja Ósk í 6. bekk og í 3. sæti var Hilmir Eldon í 2. bekk.

Hér að neðan má lesa sögurnar þrjár.

Vinningssagan Spítalinn eftir Þorgerði Kolbrá.
Gistingin í skólanum eftir Freyju Ósk.
Þollóween saga eftir Hilmi Eldon.