Toppslagur í kvöld! Frítt inn fyrir nemendur grunnskólans

Það verður sannkallaður toppslagur í Þorlákshöfn í kvöld þegar Íslandsmeistarar Þórs fá Keflavík í heimsókn.

Þórsarar deila fyrsta sætinu með Njarðvík og Keflavík situr í því þriðja en einungis tvö stig skilja liðin að.

Áhorfendur eru loksins leyfðir á nýjan leik og má því búast við góðri stemningu úr stúkunni. Nemendur í Grunnskólanum í Þorlákshöfn fá frítt á leikinn en 12 ára og yngri þurfa að vera í fylgd með fullorðnum.

Leikurinn hefst klukkan 20:15 en Þórsarar verða með grillaða borgara til sölu fyrir leik.