Magnaðir Þórsarar kafsigldu Keflvíkinga

Íslandsmeistarar Þórs unnu algjörlega frábæran sigur á Keflavík í gærkvöldi í toppslag úrvalsdeildar karla í körfubolta. Með sigrinum fóru Þórsarar í 1. sæti deildarinnar.

Jafnt var með liðunum fyrstu 5 mínútur leiksins en eftir það tóku Þórsarar öll völd í leiknum og spiluðu frábærlega í sókn og vörn. Þórsarar leiddu með 27 stigum í hálfleik, 63-36.

Áfram héldu Þórsarar í síðari hálfleik og áttu Keflvíkingar engin svör og leiddu Íslandsmeistararnir 89-57 að þriðja leik­hluta lokn­um. Sama var uppi á teningnum í fjórða leikhluta og náðu Keflavík aldrei að ógna forskoti Þórsarar sem unnu að lokum 114-89 sigur.

Luciano Massarelli var frábær í leiknum í gær en hann spilaði 23 mínútur, skoraði 32 stig og sendi 6 stoðsendingar. Ronaldas Rutkauskas skoraði 19 stig, Daniel Mortensen 16 stig, Ragnar Örn Bragason 14 stig og Kyle Johnson 11 stig. Glynn Watson bætti við 8 stigum og gaf 7 stoðsendingar. Davíð Arnar Ágústsson og Tómas Valur Þrastarson skoruðu 6 stig hvor og Tristan Rafn Ottósson skoraði 2.

Frábær stemning var í Icelandic Glacial höllinni í gærkvöldi og var gaman að sjá stemningu í stúkunni á nýjan leik. Næsti leikur Þórsarara er næstkomandi föstudag þegar sprækir Breiðabliksmenn mæta í heimsókn til Þorlákshafnar.