Opnir málefnafundir D-listans í Ölfusi

Frambjóðendur á D-listanum í Ölfusi vilja bjóða þér á íbúafundi þar sem kallað er eftir hugmyndum og sjónarmiðum íbúa varðandi uppbyggingu og framtíð Sveitarfélagsins Ölfuss.

Tímasetningar funda:
29. mars kl. 20:00 í Ráðhúsi Ölfuss
31. mars kl. 20:00 í Efstalandi

Við viljum bjóða þér að taka þátt í vinnu þar sem allar hugmyndir um betra samfélag eru vel þegnar og verða þær nýttar til að móta stefnu listans fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar.

Unnið verður með hugmyndir í þjóðfundarfyrirkomulagi og munu frambjóðendur taka þátt í umræðum á hverju borði.

Ef þú sérð ekki fram á að geta mætt þá er hægt að senda okkur hugmyndir á dlistinn2022@gmail.com eða með því að senda okkur skilaboð á facebooksíðu framboðsins

Hlökkum til að sjá ykkur!
Frambjóðendur D-listans