Sameiginlegir framboðsfundir allra framboða í dag og á morgun

Sveitarstjórnarkosningar verða haldnar 14. maí og í Sveitarfélaginu Ölfusi eru þrjú framboð, Sjálfstæðisflokkur, Framfarasinnar og Íbúalistinn í Ölfusi.

Framboðin halda sameiginlegan framboðsfund í Versölum mánudagskvöldið 2. maí kl. 20:00  og í Básum í Ölfusi þriðjudagskvöldið 3. maí kl. 20:00

Framboðin flytja sínar stefnuræður og í kjölfarið verða opnar umræður undir stjórn fundarstjóra.

Allir íbúar velkomnir