Leiklistarnámskeið fyrir unglinga

Leikfélag Selfoss heldur tvö unglinganámskeið!

Námskeið fyrir 13-15 ára verður haldið 15.-21.nóvember og námskeið fyrir 16-18 ára verður haldið 22.-27.nóvember. Þriðjudag 19:00-21:00, miðvikudag 19:00-21:00, fimmtudag 19:00-21:00, laugardag 12:00-16:00 og sunnudag 12:00-16:00.

Á námskeiðunum verður unnið með framkomu, tjáningu, sjálfsöryggi á sviði, samvinnu og almenna jákvæðni í garð leiklistar. Farið verður í grunnatriði leiklistar, ýmiskonar leiklistaræfingar og spuna og unnið að eflingu sjálfstrausts, gleði og jákvæðni.

Námskeiðin verða haldin í litla leikhúsinu við Sigtún á Selfossi. Leiðbeinandi er Sigríður Hafsteinsdóttir.

Verð: 8500 kr. Skráningar í netfangið: sumarnamskeid@leikfelagselfoss.is Með skráningu þarf að fylgja: •Nafn og kennitala nemanda •Nafn og símanúmer forráðamanns (Námskeiðið verður ekki haldið nema skráðir þáttakendur verði 8 eða fleiri.)