Sjálfstæðisfélagið Ægir hefur samþykkt framboðslista Sjálfstæðisflokks, X-D, fyrir komandi sveitastjórnarkosningar í Sveitarfélaginu Ölfusi þann 26. maí næstkomandi.
Á listanum er fjölbreyttur hópur fólks með víðtæka þekkingu og reynslu úr ólíkum áttum. Mikil endurnýjun er á listanum en einnig er þar að finna reynslumikla einstaklinga á sviði sveitastjórnarmála.
Á listanum eru frambjóðendur bæði úr Þorlákshöfn og dreifbýli Ölfuss. Margir eru fæddir og uppaldir í sveitarfélaginu en einnig eru í framboði einstaklingar sem flutt hafa í sveitarfélagið á síðustu árum.
Listann skipa:
1. Gestur Þór Kristjánsson – 45 ára – Húsasmíðameistari
2. Rakel Sveinsdóttir – 47 ára – Atvinnurekandi
3. Grétar Ingi Erlendsson – 34 ára – Meðeigandi og markaðs-/sölustjóri
4. Steinar Lúðvíksson – 34 ára – Hópstjóri og ráðgjafi
5. Kristín Magnúsdóttir – 41 árs – Fjármálastjóri
6. Sesselía Dan Róbertsdóttir – 19 ára – Nemi
7. Eiríkur Vignir Pálsson – 42 ára – Byggingafræðingur
8. Sigríður Vilhjálmsdóttir – 34 ára – Lögmaður
9. Björn Kjartansson – 50 ára – Atvinnurekandi
10. Elsa Jóna Stefánsdóttir – 36 ára – Þroskaþjálfi
11. Írena Björk Gestsdóttir – 20 ára – Nemi
12. Sigurður Bjarnason – 73 ára – Skipstjóri
13. Sigríður Lára Ásbergsdóttir – 54 ára – Sérfræðingur og atvinnurekandi
14. Einar Sigurðsson – 75 ára – Athafnamaður
Á næstu dögum og vikum verður listinn kynntur nánar auk þess sem opnir málefnafundir verða haldnir þar sem öllum íbúum sveitarfélagsins gefst kostur á að koma hugmyndum sínum á framfæri.