Íslandsmeistarar Þórs unnu frábæran 80-89 sigur á Keflavík í kvöld og urðu þar með fyrsta liðið til að vinna Keflavík í úrvalsdeild karla í körfubolta á leiktíðinni.
Þórsarar byrjuðu leikinn mun betur og var staðan 29-18 eftir fyrsta leikhlutann og staðan í hálfleik 50-41, Þórsurum í vil. Munurinn var síðan tíu stig fyrir fjórða og síðasta leikhlutann, 72-62.
Keflvíkingar komu tvíelfdir til leiks í fjórða leikhlutanum og lítið gekk sömuleiðis hjá Þórsurum. Keflavík minnkuðu muninn jafnt og þétt og komust svo yfir þegar þrjár mínútur voru eftir í stöðunni 80-79. Íslandsmeistararnir voru þó sterkari á lokakaflanum og unnu að lokum níu stiga sigur.
Glynn Watson var stigahæstur hjá Þór með 28 stig og Luciano Massarelli gerði 22 stig. Daniel Mortensen skoraði 15 stig og Ronaldas Rutkauskas skoraði 13. Tómas Valur Þrastarson setti 5 stig, Emil Karel Einarsson og Davíð Arnar Ágústsson settu 3 stig hvor.