Í FSu er hægt að stunda grunnám í matvæla- og ferðagreinum. Þetta er 70 eininga námsbraut og meðalnámstíminn er tvær til þrjár annir. Námið er ætlað nemendum sem stefna að því að vinna við ferðaþjónustu eða frekara námi í matvælagreinum svo sem matreiðslu, matartækni, bakstri, framreiðslu og kjötiðn. Námið skiptist í bóklegar og verklegar faggreinar ásamt almennum greinum. Nemendur fá starfskynningu í ferða- og matvælagreinum á vinnustöðum og fara í vinnustaðanám 18 – 24 klst. á önn. Enn eru þrjú sæti laus fyrir nemendur á þessari áhugaverðu braut en námið hefst í janúar á næsta ári.