Þorgrímur Þráinsson les fyrir börnin

Sumarlestri bókasafnsins þetta árið lýkur næstkomandi mánudag, 19. ágúst með skemmtilegri dagskrá á bókasafninu.  Allir krakkar, líka þeir sem ekki tóku þátt í sumarlestrinum, eru velkominn á viðburðinn sem kostar ekki neitt. Þetta kemur fram á heimasíðu Ölfuss. Dagskráin hefst klukkan 11:00. Allir sem þátt tóku í sumarlestrinum fá viðurkenningu og sérstök verðlaun verða veitt þeim […]Lesa meira

Hjörtur Már heldur áfram að setja íslandsmet

Hjörtur Már Ingvarsson heldur áfram að gera góða hluti á HM í sundi sem haldið er í Montreal í Kanada. Í gær keppti hann í 200 metra fjórsundi í flokki hreyfihamlaðra, S5. Hjörtur endaði sundið í 10. sæti en hann synti vegalengdina á 3.55,06 mínútum og bætti þar með eigið Íslandsmet en það var 4.07,07. […]Lesa meira

Benedikt Guðmundsson sigraði í draumaliðsleiknum

Benedikt Guðmundsson, þjálfari Þórs í körfubolta, er ekki einungis farsæll þjálfari í hinum raunverulega heimi heldur var hann einnig liðtækur í Draumaliðsleik Dominos þar sem hann bar sigur úr bítum í Dominos’s deild kvenna en svo skemmtilega vill til að hann lenti líka í öðru sæti. Sigurvegarar leiksins voru krýndir í Laugardalshöllinni síðastliðinn þriðjudag á […]Lesa meira

200.000 naglbítar, Jónas Sig og Fjallabræður á landsmóti lúðrasveita í

Landsmót Sambands íslenskra lúðrasveita verður haldið í Þorlákshöfn 4.-6. október næstkomandi. Eins og margir hafa tekið eftir hafa lúðrasveitir landsins verið áberandi með popp/rokk hljómsveitum undanfarin misseri og verður því landsmótið með öðruvísi sniði að þessu sinni og verður slegið upp risa tónleikum með frábærum listamönnum sem munu koma fram með lúðrasveitunum. Öllum lúðrasveitarmeðlimum verður […]Lesa meira

Tína hringorma úr saltfiskinum í Meitlinum

Að þessu sinni í Gamalt og gott er það úrklippa úr Tímanum frá árinu 1983. Þarna má sjá myndir af fólki við störf sín í Þorlákshöfn. Myndirnar og textinn við þær tala sínu máli. Mynd 1 Hannes Sigurðsson og Þórhildur Ólafsdóttir eiga verslunina Hildi í Þorlákshöfn og hafa rekið hana í 4 ár. Þetta er […]Lesa meira

Reynismenn heimsækja höfnina

Í kvöld fer fram mikilvægur leikur í 2. deildinni í fótbolta þegar Ægismenn taka á móti Reyni frá Sandgerði. Bæði lið eru að berjast um að koma sér frá botnsætunum tveimur en Ægir situr í því níunda með sautján stig og Reynir í tíunda með sextán. Með sigri Ægismanna mun liðið ná að hífa sig […]Lesa meira

Spánarferð Blásarasveit Tónlistarskóla Árnesinga – Ferðasaga og myndir

Þann 22. júní síðastliðinn fór hópur á vegum Tónlistarskóla Árnesinga til Calella á Spáni í tónleika- og skemmtiferð. Um var að ræða blásaranema frá Selfossi og Þorlákshöfn á aldrinum 12-19 ára. Ferðalagið var vikulangt þar sem nemendurnir komu fram á ýmsum stöðum sem Blásarasveit Tónlistarskóla Árnesinga, undir stjórn Gests Áskelssonar og Jóhanns Stefánssonar. Lagt var […]Lesa meira

Bryggjudagur við Herjólfshúsið

Á morgun, laugardag, verður aftur efnt til bryggjudags í Þorlákshöfn. Það er handverksfélag Ölfuss og þeir sem standa að rekstri Herjólfshússins sem skipuleggja dagskrá sem stendur yfir frá klukkan 14:00-17:00. Handverksfólk verður að störfum í Herjólfshúsinu, börnum býðst að mála og leira í listasmiðju og þeir sem hafa áhuga geta tekið þátt í skottsölu. Dorgveiðikeppni […]Lesa meira

Racing the Planet til Þorlákshafnar

Fjórða ágúst síðastliðinn hófst keppnin Racing the planet á Íslandi og er áætlað að keppendur komi til Þorlákshafnar upp úr hádegi. Keppnirnar fara fram á afskekktum stöðum víðsvegar um heiminn og varð Ísland fyrir valinu að þessu sinni. Eftirfarandi er fengið af vef Ölfuss. Síðastliðna daga hefur farið fram alþjóðlegt hlaup á Íslandi undir heitinum Racing the […]Lesa meira

Villtu vinna við frístundaheimilið

Sveitarfélagið Ölfus óskar eftir starfsmönnum til starfa við frístundaheimilið.  Um er að ræða eina 62,5% stöðu, vinnutími er frá kl. 12:00 – 17:00 og eina 37,5% stöðu vinnutími er frá kl. 12:00 – 17:00 þriðjudaga, miðvikudaga og fimmtudaga. Starfið felst meðal annars í   Umsjón með börnum í 1.-3. bekk eftir skóla.   Stuðningur við […]Lesa meira