Áttunda umferð 2.deildar karla verður leikin í kvöld. Ægir fær Gróttu í heimsókn á Þorlákshafnarvöll og hefst leikurinn klukkan 20:00. Þetta er sannkallaður botnbaráttuslagur, en aðeins eitt stig skilja liðin að. Ægir er fyrir leikinn í kvöld með 8 stig í 9.sæti, en Grótta með 7 stig í 10.sæti. Það verður því barist til síðasta […]Lesa meira
Þór Þorlákshöfn á þrjá fulltrúa í tveimur æfingahópum landsliða í körfubolta. Fyrst ber að nefna Emil Karel Einarsson sem er uppalinn Þórsari, en hann var valinn í 17 manna æfingahóp fyrir landsliðið U-22 ára. Þá voru tveir af nýju leikmönnum Þórs einnig valdir í U-22 ára hópinn. Þar er um að ræða þá Ragnar Nathanaelsson […]Lesa meira
Þórsarar eignuðust fjóra íslandsmeistara í frjálsum íþróttum um helgina er Meistaramót Íslands fór fram í Kaplakrika. Fremstur meðal jafningja var Styrmir Dan Steinunnarson sem gerði sér lítið fyrir og varð fimmfaldur íslandsmeistari. Hann sigraði í langstökki, hástökki, kúluvarpi, 80 metra grindahlaupi og spjótkasti. Viktor Karl Halldórsson stórbætti sinn persónulega árangur um heila 2 metra í […]Lesa meira
Ægir mætir liði Sindra á Höfn í Hornafirði á morgun, laugardaginn 22.júní kl 14:00. Leikmenn og þjálfarar Ægis héldu af stað austur fyrr í dag og gista á Höfn í nótt til að vera úthvíldir fyrir leikinn á morgun. Fyrir leikinn er Ægir með 7 stig í 9.sæti deildarinnar og Sindri með 10 stig í […]Lesa meira
Þórsurum hefur borist býsna sterkur liðsstyrkur fyrir komandi átök í Dominos deildinni í körfubolta. Nemanja Sovic hefur gengið til liðs við félagið en hann lék síðast með liði ÍR og var þar einn af þeirra lykilmönnum á síðasta tímabili. Nemanja Sovic sem er 35 ára skoraði 13 stig að meðaltali í leik fyrir Breiðhyltinga og tók þar einnig […]Lesa meira
Heimamenn í Ægi mæta sameiginlegu liði Dalvíkur/Reynis klukkan 16:00 í dag, sunnudaginn 16.júní á Þorlákshafnarvelli. Fyrir leikinn í dag eru Ægir í 10.sæti með 6 stig eftir 5 leiki og þurfa því sárnauðsynlega á þremur stigum að halda, en Dalvík/Reynir sitja í 6.sæti með 9 stig. Það er því um að gera að mæta á […]Lesa meira
Í kvöld mæta Ægismenn Reyni frá Sandgerði á heimavelli þeirra síðarnefndu og hefst leikurinn klukkan 20:00. Ægir hefur spilað fjóra leiki í 2. deildinni í sumar og unnið tvo af þeim. Ægismenn sigruðu lið Hamars sannfærandi síðastliðinn laugardag og eru því á góðu róli fyrir leik kvöldsins í Sandgerði. Reynir S. eru án stiga í […]Lesa meira
Það verður sannkallaður stórleikur í knattspyrnu á Þorlákshafnarvelli, laugardaginn 1.júní. Leikurinn hefst klukkan 16:00. Bæði liðin eru með 3 stig eftir þrjá leiki og er stuðningur því gríðarlega mikilvægur. Hátíðarhöld hefjast um 13:00 niður við höfn og er því um að gera að skella sér á völlinn og styðja strákana er þeim lýkur. Allir á […]Lesa meira
Þórsarar hafa fengið til liðs við sig tvo nýja leikmenn fyrir komandi keppnistímabil í körfubolta. Leikmennirnir sem um ræðir eru Tómas Heiðar Tómasson 21 árs leikstjórnandi frá Fjölni og Ragnar Ágúst Nathanaelsson 21 árs miðherji kemur frá vinum okkar í Hamar. Það má með sanni segja að þetta séu „stór“ tíðindi því ekki eru þetta […]Lesa meira