Þórsarar fá nafna sína frá Akureyri í heimsókn

Halldór Garðar í síðasta leik gegn Val. Mynd: Karfan.is / Guðlaugur Ottesen

Þórsarar fá nafna sína frá Akureyri í heimsókn í Icelandic Glacial höllina í kvöld þegar liðin munu etja kappi í Domino’s deildinni í körfubolta.

Bæði lið leita að sínum fyrsta sigri en Þorlákshafnar Þórsarar þurftu að sætta sig við mjög svekkjandi tap gegn Val í síðustu umferð þar sem þeir voru svo gott sem með unnin leik í höndunum.

Leikurinn hefst klukkan 19:15 og er eina vitið að drífa sig á völlinn og styðja sitt lið til sigurs.