Í kvöld kl. 19:15 mun Ægir taka á móti Víking frá Ólafsvík í fyrsta heimaleik tímabilsins. Strákarnir sigruðu fyrsta leik sinn og geta því komið sér í flotta stöðu með frábærri byrjun sigri þeir fyrsta heimaleikinn. Hvetjum við alla til að mæta á völlinn en það verður frítt inn í boði Smyril Line Cargo.Lesa meira
Ægismenn unnu góðan sigur gegn Magna í fyrsta leik 2. deildar karla í fótbolta á Dalvík í gær. Strákarnir sýndu baráttu og dugnað allan leikinn og skópu sigurinn á erfiðum útivelli, gríðarlega mikilvægt að byrja tímabilið á sigri. Ægismenn voru sterkari í fyrri hálfleik og komust loksins yfir eftir um 40 mínútur þegar Ágúst Karel […]Lesa meira
Þórsarar sigruðu Grindavík rétt í þessu, 86-90 og eru þar með komnir í undanúrslit þar sem liðið mun mæta Val. Glynn Watson var stigahæstur Þórsara með 24 stig ásamt því að vera með 8 fráköst og 7 stoðsendingar, Luciano Nicolas Massarelli skoraði 17 stig og var með 7 stoðsendingar, Kyle Johnson var með 15 stig […]Lesa meira
Þórsarar unnu sannfærandi 102-79 sigur gegn Grindavík fyrr í kvöld og komust um leið í 2:1 í einvígi liðanna í 8-liða úrslitum Íslandsmóts karla í körfubolta. Kyle Johnson var stigahæstur hjá Þór með 29 stig og Glyn Watson skoraði 22. Næsti leikur fer fram á föstudaginn í Grindavík og hvetjum við alla til að fjölmenna […]Lesa meira
Staðan er orðin jöfn í baráttu Þórs og Grindavíkur í 8-liða úrslitum úrvalsdeildar karla í körfubolta þegar Grindavík vann sigur á Þór í Grindavík í gærkvöldi. Lokatölur urðu 86-85. Leikar standa því 1-1 en það lið sem vinnur þrjá leiki fer í undanúrslit. Kyle Johnson var stigahæstur Þórsara með 25 stig, Luciano Massarelli skoraði 22 […]Lesa meira
Þórsarar eru komnir 1-0 yfir í 8-liða úrslitum úrvalsdeildar karla í körfubolta eftir ótrúlegan baráttusigur gegn Grindavík í fyrsta leik sem fram fór í Þorlákshöfn í gærkvöldi. Þórsarar byrjuðu leikinn betur en Grindvíkingar komu sterkir til baka og leiddu í hálfleik 45-50. Gífurleg spenna var í seinni hálfleik og hélt Grindavík forskotinu allt þar til […]Lesa meira
Íslandsmeistarar Þórs hefja keppni í 8-liða úrslitum úrvalsdeildar karla í körfubolta í kvöld þegar Grindavík kemur í heimsókn í Icelandic Glacial höllina í Þorlákshöfn. Þórsarar hafa heimaleikjarétt í seríunni gegn Grindavík en vinna þarf þrjá leiki til að fara áfram í undanúrslit. Leikurinn hefst klukkan 20:15 og fer miðasalan fram í appinu Stubbur og við […]Lesa meira
Styrmir Snær Þrastarson og Heiðrún Anna Hlynsdóttir voru kjörin íþróttamenn HSK 2021. Kjörinu var lýst á 100. ársþingi HSK sem fram fór í félagsheimilinu Þingborg í Flóahreppi síðastliðinn fimmtudag. Styrmir Snær er einn efnilegasti körfuboltamaður landsins og hann varð Íslandsmeistari með Þór árið 2021. Styrmir var valinn í úrvalslið Dominosdeildar KKÍ og einnig valinn besti […]Lesa meira
Þórsarar unnu öruggan sigur á Grindavík í Grindavík í kvöld í lokaleik deildarkeppninnar í úrvalsdeild karla í körfubolta. Lokatölur urðu 93-105. Sigurinn dugði þó ekki til að tryggja deildarmeistaratitilinn þar sem Njarðvík vann Keflavík á sama tíma í kvöld og urðu þeir deildarmeistarar með betri innbyrðis stöðu á Þór. Davíð Arnar Ágústsson var frábær í […]Lesa meira
Hamar-Þór eru komnar yfir í undanúrslitaeinvíginu gegn deildarmeisturum Ármanns en liðin mættust í Kennaraháskólanum í gærkvöldi. Lokatölur urðu 72-83. Hamar-Þór höfðu undirtökinn allan leikinn en staðan var 11-25 eftir 1. leikhluta og í 2. leikhluta náðu þær 26 stiga forskoti. Staðan í hálfleik var 30-48. Ármannskonur bitu frá sér í seinni hálfleik en Hamar-Þór náðu […]Lesa meira