B-listi Framfarasinna í Ölfusi vann stórsigur í sveitastjórnarkosningunum í gær. Flokkurinn hlaut 54,8% greiddra atkvæða og náði hreinum meirihluta í bæjarstjórn. D-listi Sjálfstæðisflokksins heldur tveimur mönnum með 25,2% atkvæða og Ö-listi Félagshyggjufólks heldur einum manni með 20% atkvæða. Bæjarstjórnin: (B) Sveinn Samúel Steinarsson (B) Anna Björg Níelsdóttir (D) Ármann Einarsson (Ö) Guðmundur Oddgeirsson (B) Jón […]Lesa meira
Hafnardagar verða formlega settir í íþróttahúsinu í Þorlákshöfn klukkan 14:00 í dag, fimmtudag. Bæjarstjóri Ölfus, Gunnsteinn R. Ómarsson, mun flytja ávarp og tónlistarflutningur verður í höndum Lúðrasveitar Þorlákshafnar. Listaverðlaun Ölfuss verða einnig afhent við sama tilefni. Skemmtileg dagskrá verður síðan alla helgina en hægt er að fylgjast með dagskránni inni á heimasíðu Hafnardaga, hafnardagar.is. Lesa meira
Lúðrasveit Þorlákshafnar fagnar 30 ára starfsafmæli í ár en sveitin var stofnuð árið 1984 af nokkrum hljóðfæraleikurum í Þorlákshöfn. Á fundi bæjarstjórnar Ölfuss var ákveðið að gefa sveitinni málmblásturshljóðfærið túbu að verðmæti um 450 þúsund krónum. „Bæjarstjórn lýsir yfir ánægju sinni með það frábæra starf sem lúðrasveitin og stjórnandi hennar Robert Darling hafa unnið á síðustu […]Lesa meira
Framboðsfundur með öllum framboðum í Ölfusi fyrir sveitarstjórnakosningarnar um næstu helgi fer fram í kvöld klukkan 20:00 í Versölum. Þarna geta bæjarbúar kynnt sér allt það sem flokkarnir í Ölfusi hafa upp á að bjóða fyrir kosningar. Fundurinn verður sendur út í beinni útsendingu á Suðurland FM 96,3.Lesa meira
Nú er svo sannarlega allt að gerast í bæjarfélaginu okkar og einungis þrír dagar í formlega setningu Hafnardaga. Í dag er fyrsti dagur Útvarps Hafnardaga þetta árið og hófst dagskrá klukkan átta í morgun. Útvarpið er órjúfanlegur hluti Hafnardaga að margra mati og er alltaf jafn gaman að hlusta á útvarpið út Hafnardagavikuna og kemur það manni ávallt í […]Lesa meira
Nú líður senn að bæjarhátíð okkar Þorlákshafnarbúa en Hafnardagar verða formlega settir fimmtudaginn 29. maí við hátíðlega athöfn. Strax á mánudaginn í næstu viku má þó segja að formleg dagskrá hefjist en þá fer Útvarp Hafnardagar í loftið auk þess sem unglingadeild Leikfélags Ölfuss mun frumsýna leikritið Loki Laufeyjarson í Versölum þann sama dag. Glæsilega dagskrána má […]Lesa meira
Fyrirhugaðar eru endurbætur á álmu Grunnskólans í Þorlákshöfn þar sem tónlistarskólinn er staðsettur. Verkið var boðið út og bárust tvö tilboð í verkið. Trésmíðar Sæmundar áttu lægsta boð sem hljóðar uppá 19.834.458 kr. en kostnaðaráætlun sveitarfélagsins var 18.285.095 kr. Bæjarráð Ölfuss samþykkti samhljóða tilboði Trésmíðar Sæmundar í verkið. Framkvæmdirnar hefjast 15. maí n.k. og eru verklok […]Lesa meira
Á laugardaginn var glæsileg 377 sæta áhorfendastúka vígð á Þorlákshafnarvelli. Eftir vígsluna var síðan fyrsti leikur Ægis í 2. deildinni í fótbolta þar sem Ægismenn þurftu að sætta sig við 2-3 tap gegn Dalvík/Reyni þrátt fyrir að hafa verið betri aðilinn bróðurpart leiks. Ljósmyndari Hafnarfrétta var á staðnum og tók nokkrar myndir.Lesa meira
Kvenfélag Þorlákshafnar varð 50 ára þann 9. maí síðastliðinn og hélt félagið uppá þennan merka áfanga í Versölum í dag. Kvenfélag Þorlákshafnar er félagsskapur kvenna sem búsettar eru í Þorlákshöfn og er markmið þeirra að styrkja og efla félagskonur og að láta gott af sér leiða. Kvenfélagið hefur reynst samfélaginu í Þorlákshöfn afar vel og […]Lesa meira
Ljósmyndari Hafnarfrétta var á leið sinni úr höfuðborginni í höfnina fögru í morgun þegar þegar hann rekst á hóp hlaupandi krakka rekjandi körfubolta á þjóðveginum. Þarna voru krakkar úr körfuknattleiksdeild Þórs í áheitahlaupi frá Hveragerði til Þorlákshafnar en þau eru að safna sér fyrir æfingaferð erlendis sem áætlað er að fara í árið 2015. Meðfylgjandi mynd […]Lesa meira