Dagskrá kvöldsins færð í Íþróttamiðstöðina

Vegna veðurspá um miður skemmtilegt veður í kvöld hefur verið ákveðið að færa þá dagskrá sem átti að vera í Skrúðgarðinum út í Íþróttamiðstöð og hefst dagskráin þar klukkan 20:30. Einnig verður skrúðgangan færð til morguns af sömu ástæðu. Þessar breytingar eru þó væntanlega með þeim fyrirvara að ef veður breytist til hins betra muni þetta […]Lesa meira

DBS hóf Hafnardaga með látum

Það má með sanni segja að Hafnardagar hafi farið af stað með látum. Eftir setningu hátíðarinnar í Ráðhúskaffi og í næsta sal til hliðar steig á stokk Djassband Suðurlands. Hljómsveitin spilaði gamla soul og motown sveiflu slagara og gerðu það með eindæmum vel. Mikil stemning var á sviðinu sem smitaðist svona líka vel í áhorfendur […]Lesa meira

Hafnarfréttir komnar í loftið

Í dag er fyrsti dagur nýs bæjarfrétta vefmiðils í Þorlákshöfn. Ákveðið var að notast við hið sögulega nafn Hafnarfréttir, en okkur þótti nafnið henta vefsíðunni einkar vel. Fyrir margt löngu síðan var gefið út mánaðarlegt bæjarblað í Þorlákshöfn sem bar sama nafn eins og líklega margir muna eftir. Enn þann dag í dag má sjá […]Lesa meira

DBS í Versölum á fimmtudaginn

Djassband Suðurlands verða með tónleika á fimmtudaginn í Versölum á Hafnardögum. Hljómsveitin mun spila þekkta stuð tónlist í Soul og Motown sveiflu. Meðlimir DBS eru Stebbi Þorleifs, Robbi Dan, Stefán Ingimar, Bessi, Kristín Arna, Árni og Bryndís. Með þeim á þessum tónleikum munu síðan frændurnir og nafnarnir, Jón Óskar og Jón Óskar, leika með þeim á […]Lesa meira

Nýr bæjarstjóri tekinn til starfa í Ölfusi

Nýr bæjarstjóri, Gunnsteinn R. Ómarsson tók til starfa þann 15.maí síðastliðinn í Ölfusi. Gunnsteinn hefur mikla reynslu af stjórnunarstörfum, en hann gegndi stöðu bæjarstjóra í Rangárþingi Ytra áður en hann var ráðinn til starfa sem bæjarstjóri í Ölfusi. Eins og kunnugt er lét Ólafur Örn Ólafsson af störfum sem bæjarstjóri á dögunum af persónulegum ástæðum, […]Lesa meira

Hafnardagamyndir Róberts til sýnis í Íþróttamiðstöðinni

Sýning Róberts Karls Ingimundarsonar er enn í fullum gangi en á nýjum stað undir stiganum í Íþróttamiðstöðinni í Þorlákshöfn. Þema sýningarinnar eru myndir frá Hafnardögum 2012 og því ekki úr vegi að koma sér í Hafnardaga gírinn með því að skoða stemninguna á hátíðinni frá því í fyrra. Sýningin verður í gangi að minnsta kosti út […]Lesa meira

Rúnar og Grétar ætla að trylla lýðinn á laugardaginn

Eins og flest öllum er orðið kunnugt um, þá er hið árlega sjómannadagsball Ægis haldið í Ráðhúskaffi á laugardaginn. Að þessu sinni eru það félagarnir Rúnar og Grétar sem ætla að trylla dansgólfið og sjá til þess að allir dilli sér út nóttina. Húsið opnar klukkan 23:00 og það kostar litlar 1.500 krónur inn. Aldurstakmark […]Lesa meira