Þorlákshafnarbúinn Styrmir Snær Þrastarson var valinn í 12 manna leikmannahóp Íslands sem mætir Hollandi í undankeppni HM í Ólafssal í kvöld. Styrmir verður ekki eini fulltrúi Þorlákshafnar í kvöld en Baldur Þór Ragnarsson er aðstoðarþjálfari liðsins. Uppselt er á leikinn en hann verður sýndur í beinni útsendingu á RÚV 2 klukkan 20:00.Lesa meira
Ægismenn unnu góðan 2-0 sigur á Hetti/Huginn í 2. deildinni í fótbolta á Þorlákshafnarvelli í gærkvöldi. Hetja síðasta leiks gegn Fylki í bikarnum, Ágúst Karel Magnússon, skoraði fyrsta mark leiksins á 20. mínútu og var staðan 1-0 í hálfleik. Seinna mark Ægis kom um miðbik síðari hálfleiks og var það Milos Djordjevic sem kom boltanum […]Lesa meira
Stefanía Ósk Ólafsdóttir hefur skrifað undir samning um að spila með Hamar-Þór á komandi tímabili í 1. deildinni í körfubolta. Stefanía Ósk er 21 árs framherji sem getur leyst af fleiri stöður á vellinum. Stefanía er uppalin í Haukum en hefur seinustu þrjú tímabil spilað með Fjölni og var lykil leikmaður þar þegar þær unnu […]Lesa meira
Körfuboltalið Hamars-Þórs samdi á dögunum við bandaríska bakvörðinn Jenna Mastellone um að spila með liðinu á komandi tímabili í 1. deildinni. Jenna kemur frá St. Francis Háskólanum í Bandaríkjunum, þar sem hún var með rúm 10 stig að meðaltali í leik á lokaárinu sínu. „Jenna Masstellone er fjölhæfur bakvörður sem mun vafalítið koma til með […]Lesa meira
Ægismenn eru komnir í 8-liða úrslit bikarkeppni karla í fótbolta eftir ævintýranlegan sigur gegn 1. deildar-liði Fylkis. Jafnræði var með liðunum í þessum leik og áttu bæði Ægir og Fylkir fín færi í fyrri hálfleik en boltinn vildi ekki í netið. Sama var upp á teningnum í seinni hálfleik og bæði lið áttu góð færi. […]Lesa meira
Emma Hrönn Hákonardóttir skrifaði í gær undir samning um að spila með Hamar-Þór á komandi tímabili í 1. deildinni. Emma Hrönn er uppalin Þórsari en spilaði síðustu tvö tímabil með Fjölni. Emma Hrönn varð á síðasta tímabili bikarmeistari með stúlknaflokki Fjölnis, deildarmeistari með meistaraflokki sem spilaði í Subway deildinni ásamt því að vera valin í […]Lesa meira
Þór Þorlákshöfn hefur samið við kanadíska framherjann Alonzo Walker um að spila með liðinu á næstu leiktíð. Alonzo, sem er 26 ára, lék á síðustu leiktíð fyrir Privevidza í Slóvakíu þar sem hann var með þrettán stig, ellefu fráköst og tvær stoðsendingar að meðaltali í leik. Hann kemur úr Portland State háskólanum og hefur síðan […]Lesa meira
Ægismenn unnu virkilega flottan 2-1 sigur á Völsungi fyrr í dag og styrktu þannig stöðu sína í 2. deildinni. Okkar menn voru betra liðið allan leikinn ef frá eru taldar fyrstu mínútur leiksins þegar Völsungur komst yfir eftir skyndisókn. Ægismenn létu þetta ekki slá sig út af laginu og pressuðu vel að marki Völsungs og […]Lesa meira
Þjálfarar yngri landsliða Íslands hafa valið tólf manna leikmannahópa sína sem munu keppa fyrir Íslands hönd á Norðurlandamótinu 2022 í sumar. Að þessu sinni eru fimm flottir fulltrúar Þorlákshafnar í hópunum. Emma Hrönn Hákonardóttir, Gígja Rut Gautadóttir og Hildur Björk Gunnsteinsdóttir voru valdar í undir 18 ára lið stúlkna. Jóhanna Ýr Ágústsdóttir var valin í […]Lesa meira
Þór Þorlákshöfn hefur samið við Fotios Lampropoulos til tveggja ára. Frá þessu greina Þórsarar á Facebook síðu sinni. Hinn gríski Fotios varð deildarmeistari með Njarðvík á síðasta tímabili þar sem hann skoraði 16 stig og tók 10 fráköst að meðaltali í leik. Fotios hefur spilað víða á ferlinum, meðal annars nokkur tímabil í efstu deild […]Lesa meira