Eftir stórfenglega útgáfutónleika í Þorlákshöfn á síðasta ári hafa Jónas Sigurðsson og Lúðrasveit Þorlákshafnar ákveðið að halda stórtónleika í Fjarðarborg á Borgarfirði eystri. Tónleikarnir verða á fimmtudeginum fyrir Bræðsluna í félagsheimilinu Fjarðarborg 25. júlí og hefjast tónleikarnir klukkan tíu. Einvala lið listamanna munu koma fram með Jónasi og lúðrasveitinni á tónleikunum en þau eru borgfirski […]Lesa meira
Þjóðhátíðardagur Íslendinga, 17.júní, er að sjálfsögðu haldinn hátíðlegur í Þorlákshöfn líkt og víðsvegar um landið. Dagskráin er svohljóðandi: 14:30 Skrúðganga frá grunnskólanum 15:00 Hátíðardagskrá í Skrúðgarðinum. Ávarp: Bryndís Ósk Valdimarsdóttir Fjallkonan fríð fer með ljóð Lúðrasveit Þorlákshafnar 15:30 Skemmtidagskrá í Skrúðgarðinum Tónlistaratriði: Anna Margrét Káradóttir og Ása Berglind Hjálmarsdóttir Gunni og Felix sprella fyrir ungu kynslóðina […]Lesa meira
Á fundi bæjarráðs í morgun var samþykkt að framhald yrði á þeirri þjónustu sem aldraðir og öryrkjar fá. Það er að kvöld- og helgarþjónustu verður haldið áfram, en slíkt hefur reynst vel á þeim tíma sem sú þjónusta hefur verið fáanleg. Einnig var lagt fram erindi frá fulltrúum nefndar sem skipuð var af Félagi eldri […]Lesa meira
Eins og við greindum frá á dögunum , var ákveðið að stofna hollvinafélag í Ölfusi. Félagið hefur það að markmiðið að berjast fyrir uppbyggingu hjúkrunarheimilis í Þorlákshöfn. Stofnfundur félagsins verður haldinn á morgun, þriðjudaginn 11.júní kl 17:30 í Ráðhúsi Ölfuss. Nánari upplýsingar verður hægt að nálgast á facebook síðu félagsins .Lesa meira
Þann 15. júní næstkomandi verður haldin tónlistarhátíðin Sumarhöllin í samkomuhúsinu Baldri á Drangsnesi en þar mun okkar maður Jónas Sigurðsson troða upp. Á Drangsnesi búa einungis um 70 manns og hefur þorpið verið kallað minnsta sjávarþorp í heimi. Jónas mun troða upp með tónlistarmanninum Borko. Meðal þeirra sem koma fram á hátíðinni auk þeirra eru hljómsveitirnar […]Lesa meira
Það var þétt setið í íþróttahúsinu er grunnskólanum var slitið með glæsilegri athöfn fyrr í kvöld. Skólastjóri Grunnskóla Þorlákshafnar, Halldór Sigurðsson, fór fyrir athöfninni. Skólaárið var rifjað upp og margir einstaklingar heiðraðir fyrir ólík störf í vetur. Aðalmál kvöldsins var svo útskrift 10.bekkjar. Formaður nemendaráðs, Jenný Karen Aðalsteinsdóttir, fór með skemmtilega ræðu um skólagöngu útskriftarhópsins. […]Lesa meira
Á morgun, miðvikudaginn 5. júní, verður Grunnskóla Þorlákshafnar slitið við hátíðlega athöfn í Íþróttamiðstöðinni kl. 18:00. Hefðbundin dagskrá verður á skólaslitunum eins og undanfarin ár og má þar nefna þann skemmtilega sið þegar fyrstu bekkingar afhenda útskriftarnemunum rós í kveðjugjöf. Í tilkynningu frá grunnskólanum er tekið fram að allir nemendur skólans eigi að mæta en […]Lesa meira
Í tilefni af sjómannadeginum verður hluti mannlífsþáttarins Landans á RÚV helgaður sjávarútveginum í kvöld. Meðal efnis í þættinum verður heimsókn í Auðbjörgu ehf og vinnsla á humri skoðuð. Þátturinn hefst strax eftir kvöldfréttir Ríkissjónvarpsins klukkan 19:40.Lesa meira
Í gærkvöld voru Hafnardagar formlega settir í Ráðhúskaffi þar sem veðurguðir heimiluðu ekki að setningin yrði utandyra. Barbara menningarfulltrúi hélt utan um samkomuna og Lúðrasveit Þorlákshafnar spilaði nokkur lög. Nýr bæjarstjóri Ölfuss Gunnsteinn R. Ómarsson hélt ræðu og kynnti sig í fyrsta sinn fyrir bæjarbúum. Menningarverðlaun Ölfuss voru einnig afhent á setningunni en í þetta […]Lesa meira
Á tónleikum Tóna og Trix síðastliðinn laugardag var sett á fót hollvinafélag sem hefur það að markmiði að berjast fyrir uppbyggingu hjúkrunarheimilis í Þorlákshöfn. Tónleikagestum gafst tækifæri á að skrá sig í félagið og þar með tekið þátt í baráttunni gegn hreppaflutningum eldri borgara úr bæjarfélaginu. Félag eldri borgara í Þorlákshöfn voru fyrst til að […]Lesa meira