Menning

Kvöldstund með Eyfa – Ný viðburðaröð að hefjast á Hendur í höfn

Föstudagskvöldið næst komandi kemur Eyjólfur Kristjánsson fram á Hendur í höfn og er það fyrsti viðburðurinn af fjórum sem verða þetta haustið á Hendur í höfn. „Eftir mikla velgengni sumartónleikarraðarinnar var ekki annað hægt en að halda áfram á sömu braut,” sagði Ása Berglind

Ágústa og Elísabet sýna „Liti og línur“ í galleríinu Undir stiganum

Ágústa Ragnarsdóttir og Elísabet Helga Harðardóttir verða með októbersýninguna í galleríinu „Undir stiganum“ á Bæjarbókasafni Ölfuss. Þær eru báðar starfandi myndlistarkennarar við Fjölbrautaskóla Suðurlands á Selfossi og hafa unnið náið saman þar í fimm ár. Báðar hafa starfað við myndlist og hönnun alla sína

Æfingar að hefjast hjá Tónum og Trix: Skora á alla 60 ára og eldri til að mæta

Söngfélag eldri borgara í Ölfusi, Tónar og Trix, hefja æfingar að nýju 8. október klukkan 16 undir stjórn Ásu Berglindar. Þessi hressi sönghópur leitar nú eftir nýjum meðlimum: „Félagar í Tónum og Trix eru með þroskaðan meðalaldur. Þannig að nú sendum við út áskorun

Jónas Sig æfir fyrir nýja plötu í Grunnskólanum í Þorlákshöfn

Einhverjir Þorlákshafnarbúar kunna að hafa heyrt óm úr Grunnskólanum síðustu kvöld með taktföstum tónum en þar var að verki Jónas okkar Sigurðsson ásamt hljómsveit sinni. Hann undirbýr nú útgáfu sinnar fjórðu sóló plötu sem er væntanleg á haustmánuðum og ber sú nafnið Milda hjartað.

Miðasala farin í gang á tónleika Valdimars og Arnars á Hendur í höfn

Nú hefur verið opnað fyrir miðasölu á síðustu tónleikana í sumartónleikaröðinni á Hendur í höfn en það eru tónleikar Valdimars Guðmunds og gítarleikarans Arnar Eldjárns sem haldnir verða á Hafnardögum. Þetta eru jafnframt að verða einu tónleikarnir sem enn er hægt að fá miða

Salka Sól ásamt nýrri hljómsveit á Hendur í höfn

Sumartónleikaröðin á Hendur í höfn hefur aldeilis farið vel af stað svo vægt sé til orða tekið. Húsfylli var á tónleikum Aðalbjargar, Halldórs og Sæla í síðustu viku og stemningin frábær. Þá er orðið uppselt á tónleika Ásgeirs Trausta og Önnu Möggu og Rúnars.

Aðalbjörg ríður á vaðið á Sumartónleikaröð Hendur í höfn

Aðalbjörg Halldórsdóttir heldur fyrstu tónleikana í Sumartónleikaröð Hendur í höfn annað kvöld, fimmtudaginn 5. júlí klukkan 21:00. Með henni til halds og trausts verða Halldór Ingi Róbertsson og Ársæll Guðmundsson. Tónleikar þeirra verða á ljúfu nótunum og er frítt er inn en hægt er

Tónlistarveisla í allt sumar á Hendur í höfn: Heimamenn og landsþekktir tónlistarmenn

Það má með sanni segja að Hendur í höfn mun bjóða upp á ótrúlega tónlistarveislu í allt sumar með glæsilegri tónleikaröð sem var gerð opinber í síðustu viku. Eins og Hafnarfréttir sögðu frá fyrr í vikunni verður Ásgeir Trausti með tónleika miðvikudaginn 18. júlí

Ásgeir Trausti spilar á Hendur í höfn – Spennandi tónleikaröð framundan í sumar

Tónlistarmaðurinn Ásgeir sem hefur gert það gott um heim allan síðustu ár mun spila á Hendur í höfn miðvikudaginn 18. júlí. Tónleikarnir verða hluti af spennandi tónleikaröð sem verður á Hendur í höfn í sumar en hún verður kynnt í heild sinni á næstu

Lúðrasveit Þorlákshafnar ásamt Stebba Jak á Akureyri

Í kvöld klukkan 20 stígur Lúðrasveit Þorlákshafnar á svið í Hofi á Akureyri þar sem sveitin spilar lög Magnúsar Þórs Sigmundssonar þar sem stórsöngvarinn Stefán Jakobsson syngur við undirspil lúðrasveitarinnar. Fyrir ári síðan hélt Lúðrasveit Þorlákshafnar þrenna tónleika í Þorlákshöfn, Hveragerði og Reykjavík með