Menning

#Þorlákshöfn frá sólarupprás til sólseturs #Thorlakshofn od wschodu do zachodu słońca

Í gær, fimmtudag, opnaði Dorota Kowalska ljósmyndasýningu í Galleríinu undir stiganum á bókasafninu í Þorlákshöfn. Það er athyglisvert að sjá landið okkar með augum aðfluttra, ekki síst okkar eigin heimahaga en það er einmitt það sem boðið er upp á á þessari ljósmyndasýningu. Dorota Kowalska

Leikskólabörn með sýningu í Galleríinu undir stiganum

Börn á leikskólanum Bergheimum opnuðu í gær sýningu á verkum sínum í Galleríinu undir stiganum. Sýningin verður út febrúar mánuð og er það vel við hæfi þar sem 6. febrúar er dagur leikskólans. Fjölmargir mættu á opnunina í gær en þema sýningarinnar er „hvernig er

Júlí Heiðar með kraftmikið lag í Söngvakeppninni

Undankeppni Eurovision söngvakeppninnar er handan við hornið eða nánar tiltekið 10. og 17. febrúar næstkomandi og eins og undanfarin ár eiga Þorlákshafnarbúar fulltrúa í keppninni. Júlí Heiðar Halldórsson samdi eitt þeirra laga sem taka þátt í undankeppninni og heitir það á íslensku Í stormi

Jónas um allt land í sumar og alla sunnudaga á Rósenberg

Jónas Sigurðsson ásamt Ritvélum framtíðarinnar og góðum vinum munu flytja sunnudagshugvekju á Rósenberg í miðborg Reykjavíkur í allt sumar og verða fyrstu tónleikarnir núna á sunnudaginn, 11. júní. Um er að ræða einstaka tilrauna tónleikaröð þar sem Jónas kemur fram á öllum sunnudagskvöldum í

Gæsahúð í maí

Lúðrasveit Þorlákshafnar spennir bogann hátt nú í maí eins og svo oft áður. Sveitin hefur látið útsetja sérstaklega fyrir sig valin lög úr smiðju Magnúsar Þórs Sigmundssonar og það vita þeir sem til þekkja að úr nógu er að velja enda Magnús Þór einn

Skálmöld heldur tónleika í Þorlákshöfn

Ölfusingar og aðrir nærsveitungar ættu að taka frá laugardaginn 22. apríl næstkomandi en þá mun hljómsveitin Skálmöld mæta í höfnina og halda tónleika í Versölum. Óhætt er að lofa gríðarlegri stemningu þetta kvöld en Skálmöld hefur verið ein allra vinsælasta hljómsveit landsins um árabil og

Jólastund Tóna og trix á þriðjudaginn

Hin árlega Jólastund Tóna og Trix verður haldin þriðjudagskvöldið 13. desember kl. 20.00 í Ráðhúsi Ölfuss. Þar munu Tónar og Trix, tónlistarhópur eldri borgara í Ölfusi, syngja sín uppáhalds jólalög ásamt því að frumflytja glænýtt jólalag sem samið er af hirðpíanóleikara þeirra, Tómasi Jónssyni,

Sýning nemenda grunnskólans í Galleríinu undir stiganum

Nemendur myndmenntavals Grunnskólans í Þorlákshöfn, hafa unnið fjölbreytt verkefni sem af er vetrar og sýna hluta af vinnu sinni á Bæjarbókasafni Ölfuss nú í desember. Þar að auki verða á sýningunni myndir nemenda 9. og 10. bekkjar úr ljósmyndavali. Áhersla hefur verið á að

Borgardætur með jólatónleika í Versölum

Borgardætur verða með glæsilega jólatónleika í Þorlákshöfn næstkomandi sunnudag, 27. nóvember, sem jafnframt er fyrsti í aðventu. Tónleikarnir verða haldnir í Versölum og hefjast þeir klukkan 20. Miðasalan á tónleikana fer fram á bókasafninu en einnig verður hægt að kaupa miða í hurð. Tilvalið

Arna Dögg og Bergrún taka þátt í Söngkeppni NFSu

Söngkeppni NFSu  verður haldin á fimmtudaginn, 10. nóvember, í íþróttahúsinu Iðu á Selfossi. Tvær stúlkur úr Þorlákshöfn taka þátt að þessu sinni, þær Bergrún Gestsdóttir og Arna Dögg Sturludóttir. Með þeim er Birta Rós Hlíðdal en þær þrjár tóku einnig þátt í fyrra og enduðu