Mánudaginn 9. september næstkomandi verður Bókasafnsdagurinn haldinn hátíðlegur um land allt. Markmið dagsins er að vekja athygli á öllu því góða starfi sem unnið er á bókasöfnunum og mikilvægi bókasafna fyrir samfélagið. Margvísleg dagskrá verður í boði í tilefni Bókasafnsdagsins á bókasöfnum landsins en dagurinn er haldinn nú í þriðja sinn. Á Bæjarbókasafni Ölfuss í […]Lesa meira
Handverksfélag Ölfuss hefur í sumar tekið þátt í rekstri Herjólfshússins í Þorlákshöfn, þar sem gestum og gangandi hefur boðist að kaupa kaffi og handverk auk þess sem ferðamenn hafa fengið upplýsingar um sveitarfélagið og nágrenni. Þetta er annað sumarið sem Herjólfshúsið er nýtt á þennan hátt og hefur það sett skemmtilegan svip á bæjarlífið í […]Lesa meira
Þann 22. júní síðastliðinn fór hópur á vegum Tónlistarskóla Árnesinga til Calella á Spáni í tónleika- og skemmtiferð. Um var að ræða blásaranema frá Selfossi og Þorlákshöfn á aldrinum 12-19 ára. Ferðalagið var vikulangt þar sem nemendurnir komu fram á ýmsum stöðum sem Blásarasveit Tónlistarskóla Árnesinga, undir stjórn Gests Áskelssonar og Jóhanns Stefánssonar. Lagt var […]Lesa meira
Rúm vika er liðin síðan Jónas Sigurðsson og Lúðrasveit Þorlákshafnar stigu á svið Fjarðarborgar á Borgarfirði Eystri. Veðrið þennan dag var óaðfinnanlegt og það sama má segja um tónleikana tvo sem hópurinn hélt um kvöldið. Troðfullt var á báðum tónleikum og var stemningin í húsinu ótrúleg. Meira að segja ólíklegasta fólk stóð upp úr sætum […]Lesa meira
Það verður heldur betur fjör á bryggjunni um næstu helgi. Þá verða haldnir svokallaðir bryggjudagar í Herjólfshúsinu. Þeir munu fara fram dagana 29. og 30.júní, en dagskráin stendur frá klukkan 14-17 báða dagana. Hægt verður að leigja sér veiðistangir til að dorga, þá verður hægt að fylgjast með handverksfólki við vinnu, boðið upp á humarsmakk […]Lesa meira
Það má með sanni segja að Hafnardagar hafi farið af stað með látum. Eftir setningu hátíðarinnar í Ráðhúskaffi og í næsta sal til hliðar steig á stokk Djassband Suðurlands. Hljómsveitin spilaði gamla soul og motown sveiflu slagara og gerðu það með eindæmum vel. Mikil stemning var á sviðinu sem smitaðist svona líka vel í áhorfendur […]Lesa meira
Saumavélar, vefstóll, prjónavélar, taurullur, ryksuga, hesputré og spólurokkur eru meðal þess sem sýnt verður á sumarsýningu Byggðasafns Ölfuss sem opnuð verður fimmtudaginn 30. maí. Nú er komið að því að sýna þá muni sem byggðasafnið á og tengjast hannyrðum og heimilisstörfum á árum áður. Þessi störf voru að mestu unnin af konum. Tekið er mið […]Lesa meira
Sýning Róberts Karls Ingimundarsonar er enn í fullum gangi en á nýjum stað undir stiganum í Íþróttamiðstöðinni í Þorlákshöfn. Þema sýningarinnar eru myndir frá Hafnardögum 2012 og því ekki úr vegi að koma sér í Hafnardaga gírinn með því að skoða stemninguna á hátíðinni frá því í fyrra. Sýningin verður í gangi að minnsta kosti út […]Lesa meira