Sumarlestur fyrir krakka á grunnskólaaldri

Bæjarbókasafn Ölfuss býður öllum börnum á grunnskólaaldri að taka þátt í sumarlestri eins og undanfarin ár. Allir geta tekið þátt  og það eina sem þarf að gera er að fá bók á bókasafninu. Að lestri loknum, þegar bókinni er skilað fær þátttakandi sérstakan miða til að fylla út og setja í lukkukassa. Hægt er að […]Lesa meira

Jónas Sig á tónlistarhátíð á Drangsnesi

Þann 15. júní næstkomandi verður haldin tónlistarhátíðin Sumarhöllin í samkomuhúsinu Baldri á Drangsnesi en þar mun okkar maður Jónas Sigurðsson troða upp. Á Drangsnesi búa einungis um 70 manns og hefur þorpið verið kallað minnsta sjávarþorp í heimi. Jónas mun troða upp með tónlistarmanninum Borko. Meðal þeirra sem koma fram á hátíðinni auk þeirra eru hljómsveitirnar […]Lesa meira

Nýafstaðið skólaár gert upp

Það var þétt setið í íþróttahúsinu er grunnskólanum var slitið með glæsilegri athöfn fyrr í kvöld. Skólastjóri Grunnskóla Þorlákshafnar, Halldór Sigurðsson, fór fyrir athöfninni. Skólaárið var rifjað upp og margir einstaklingar heiðraðir fyrir ólík störf  í vetur. Aðalmál kvöldsins var svo útskrift 10.bekkjar. Formaður nemendaráðs, Jenný Karen Aðalsteinsdóttir, fór með skemmtilega ræðu um skólagöngu útskriftarhópsins. […]Lesa meira

Kvennahlaup ÍSÍ í Þorlákshöfn

Kvennahlaup ÍSÍ verður fimmtudagskvöldið 6.júní. Hlaupið verður frá íþróttamiðstöðinni og hefst hlaupið klukkan 20:00. Hægt verður að skrá sig í íþróttamiðstöðinni. Tvær mismunandi vegalengdir eru í boði í ár, 2 km og 4 km.  Á milli 17 og 19 í dag, miðvikudag, verður hægt að kaupa kvennahlaups boli. Fyrir börn að tólf ára aldri kosta […]Lesa meira

Skapandi tónlistarnámskeið um helgina

Um helgina 7.-9. júní verður efnt  til tónlistarnámskeiðs fyrir alla sem áhuga hafa á tónlist og eru orðnir 12 ára. Námskeiðið verður haldið í Grunnskólanum í Þorlákshöfn. Það eru þau Ása Berglind Hjálmarsdóttir, tónlistarkennari og Stefán Örn Gunnlaugsson, tónlistarmaður og upptökustjóri sem standa fyrir námskeiðinu og leiðbeina. Á námskeiðinu verður aðaláhersla lögð á að skapa tónlist, […]Lesa meira

Nóg um að vera í dag

Hafnardagar eru svo sannarlega farnir af stað og verður þétt dagskrá í allan dag sem hófst klukkan ellefu í morgun með Dorgveiðikeppninni. Hér að neðan má sjá dagskrá dagsins.   11:00 – 12:00 Dorgveiðikeppni á Suðurgarði í umsjón Stangveiðifélagsins Árbliks. 11:30 Félagar í fornbílaklúbbi Íslands rúnta með eldri borgara um bæinn. Rúnturinn endar við bryggju […]Lesa meira

Dagskrá kvöldsins færð í Íþróttamiðstöðina

Vegna veðurspá um miður skemmtilegt veður í kvöld hefur verið ákveðið að færa þá dagskrá sem átti að vera í Skrúðgarðinum út í Íþróttamiðstöð og hefst dagskráin þar klukkan 20:30. Einnig verður skrúðgangan færð til morguns af sömu ástæðu. Þessar breytingar eru þó væntanlega með þeim fyrirvara að ef veður breytist til hins betra muni þetta […]Lesa meira

DBS hóf Hafnardaga með látum

Það má með sanni segja að Hafnardagar hafi farið af stað með látum. Eftir setningu hátíðarinnar í Ráðhúskaffi og í næsta sal til hliðar steig á stokk Djassband Suðurlands. Hljómsveitin spilaði gamla soul og motown sveiflu slagara og gerðu það með eindæmum vel. Mikil stemning var á sviðinu sem smitaðist svona líka vel í áhorfendur […]Lesa meira

Hafnarfréttir komnar í loftið

Í dag er fyrsti dagur nýs bæjarfrétta vefmiðils í Þorlákshöfn. Ákveðið var að notast við hið sögulega nafn Hafnarfréttir, en okkur þótti nafnið henta vefsíðunni einkar vel. Fyrir margt löngu síðan var gefið út mánaðarlegt bæjarblað í Þorlákshöfn sem bar sama nafn eins og líklega margir muna eftir. Enn þann dag í dag má sjá […]Lesa meira

DBS í Versölum á fimmtudaginn

Djassband Suðurlands verða með tónleika á fimmtudaginn í Versölum á Hafnardögum. Hljómsveitin mun spila þekkta stuð tónlist í Soul og Motown sveiflu. Meðlimir DBS eru Stebbi Þorleifs, Robbi Dan, Stefán Ingimar, Bessi, Kristín Arna, Árni og Bryndís. Með þeim á þessum tónleikum munu síðan frændurnir og nafnarnir, Jón Óskar og Jón Óskar, leika með þeim á […]Lesa meira