Afturelding heimsækir höfnina

Í kvöld mæta Mosfellingarnir úr Aftureldingu til Þorlákshafnar og etja kappi við heimamenn í Ægi í 2. deildinni í fótbolta. Leikurinn hefst stundvíslega klukkan átta. Afturelding situr á toppi deildarinnar með 22 stig en Ægis menn í því níunda með 11 stig. Leikurinn er þýðingarmikill fyrir heimamenn þar sem mjög mikilvægt er að sækja heimasigra […]Lesa meira

Áhöfnin á Húna með tónleika í Þorlákshöfn

Áhöfnin á Húna heldur tónleika á bryggjunni í Þorlákshöfn, þriðjudaginn 9.júlí klukkan 20:00. Meðlimir áhafnarinnar samanstanda af nokkrum af þekktustu tónlistarmönnum þjóðarinnar. Þar ber fyrstan að nefna heimamanninn Jónas Sigurðsson. Auk hans eru Mugison, Ómar Guðjónsson, Guðni Finnsson, Arnar Þór Gíslason og Lára Rúnarsdóttir í áhöfninni. Tónleikarnir í Þorlákshöfn eru þeir sjöttu í röðinni, en […]Lesa meira

Ægisstelpur í 7. flokki að gera góða hluti

Um síðastliðna helgi tók 7. flokkur kvenna Ægis þátt í Landsbankamótinu á Sauðárkróki. Stelpurnar stóðu sig frábærlega á mótinu og sigraði A liðið alla sína leiki og varð í fyrsta sæti og B liðið hafnaði í öðru sæti í sinni keppni. Gaman er að geta þessa að bæði lið náðu að skáka stórum liðum eins […]Lesa meira

Sveitarfélagið kaupir íþróttamannvirkin af Fasteign hf.

Á fundi bæjarstjórnar Ölfuss sem haldinn var 27. júní síðastliðinn var samþykkt að sveitarfélagið myndi nýta kauprétt að þjónustuhúsi íþróttamiðstöðvar og sundlaugar í samræmi við skilmála í leigusamningi við Eignarhaldsfélagið Fasteign hf. Eignarhaldsfélagið Fasteign hf. er eigandi íþróttamannvirkisins og hefur Sveitarfélagið Ölfus greitt til félagsins leigu allt frá opnun 2008. Framkvæmd þessi er líklega sú stærsta […]Lesa meira

Leikskólinn Bergheimar óskar eftir starfsfólki

Leikskólinn Bergheimar auglýsir eftir leikskólakennara/leiðbeinanda í 50% stöðu eftir hádegi og einnig er auglýst eftir 100% afleysingu í óákveðin tíma. Ef ekki fæst leikskólakennari til starfsins er skólanum heimilt að ráða annan í stöðuna. Bæði kyn eru hvött til að sækja um og eru laun greidd samkvæmt kjarasamningi. Viðkomandi þarf að geta hafið störf 14. ágúst […]Lesa meira

Slæmt tap í botnbaráttuslag

Ægir tapaði í þýðingarmiklum leik  fyrr í kvöld fyrir Gróttu 0-3. Í fyrri hálfleik skiptust liðin á að sækja, en mikið þóf einkenndi fyrri hálfleikinn og ekkert alvöru færi leit dagsins ljós. Hlutirnir áttu svo sannarlega eftir að breytast í síðari hálfleik. Leikurinn byrjaði mjög fjörlega í síðari hálfleik og strax eftir rúmlega 30 sekúndur […]Lesa meira

Rúnar Gunnarsson með nýtt lag – Stefnir á plötu

Sjómaðurinn og tónlistarmaðurinn Rúnar Gunnarsson, gaf í dag út nýtt lag. Tíminn er á þrotum  heitir lagið. Rúnar hefur um árabil unnið sem sjómaður á Fróða II ÁR-38, en í frítíma sínum hefur hann dundað sér við að semja lög á gítara sína. „Ég stefni klárlega á plötu“ ,segir Rúnar aðspurður um hvort von sé […]Lesa meira

Ægir mætir Gróttu – Gunnar á Völlum í heimsókn

Áttunda umferð 2.deildar karla verður leikin í kvöld. Ægir fær Gróttu í heimsókn á Þorlákshafnarvöll og hefst leikurinn klukkan 20:00. Þetta er sannkallaður botnbaráttuslagur, en aðeins eitt stig skilja liðin að. Ægir er fyrir leikinn í kvöld með 8 stig í 9.sæti, en Grótta með 7 stig í 10.sæti. Það verður því barist til síðasta […]Lesa meira

Bryggjudagar í Herjólfshúsinu um helgina

Það verður heldur betur fjör á bryggjunni um næstu helgi. Þá verða haldnir svokallaðir bryggjudagar í Herjólfshúsinu. Þeir munu fara fram dagana 29. og 30.júní, en dagskráin stendur frá klukkan 14-17 báða dagana. Hægt verður að leigja sér veiðistangir til að dorga, þá verður hægt að fylgjast með handverksfólki við vinnu, boðið upp á humarsmakk […]Lesa meira