Ungir Þórsarar sigursælir í frjálsum íþróttum

Þórsarar eignuðust fjóra íslandsmeistara í frjálsum íþróttum um helgina er Meistaramót Íslands fór fram í Kaplakrika. Fremstur meðal jafningja var Styrmir Dan Steinunnarson sem gerði sér lítið fyrir og varð fimmfaldur íslandsmeistari. Hann sigraði í langstökki, hástökki, kúluvarpi, 80 metra grindahlaupi og spjótkasti. Viktor Karl Halldórsson stórbætti sinn persónulega árangur um heila 2 metra í […]Lesa meira

Ægismenn keppa á Hornafirði

Ægir mætir liði Sindra á Höfn í Hornafirði á morgun, laugardaginn 22.júní kl 14:00. Leikmenn og þjálfarar Ægis héldu af stað austur fyrr í dag og gista á Höfn í nótt til að vera úthvíldir fyrir leikinn á morgun. Fyrir leikinn er Ægir með 7 stig í 9.sæti deildarinnar og Sindri með 10 stig í […]Lesa meira

Golfkennsla fyrir 6-12 ára börn

Haldið verður sérstakt golfnámskeið fyrir börn á aldrinum 6-12 ára, vikuna 24-28.júní. Þetta er svokallað SNAG golfnámskeið, það er kerfi sem byggir á því að einfalda byrjendum fyrstu skrefin í golfíþróttinni. Kennsla verður frá kl 13-15 frá mánudegi til fimmtudags og lýkur á fjölskyldudegi á föstudeginum. Þar er fjölskyldumeðlimum iðkenda boðið í SNAG golf og […]Lesa meira

Konukvöld í Þorlákshöfn

Fimleikadeildin T1 verður með konukvöld fyrir konur á öllum aldri í Grunnskólanum í Þorlákshöfn fimmtudaginn  20.júní frá kl. 18-21. Aðgangseyrir eru litlar 2000 kr. Innifalið í miðanum er humarsúpa, heimabakað brauð, súkkulaði, kaffi sem og ýmsar uppákomur sem stelpurnar í T1 sjá um eins og danssýning, söng- og tónlistaratriði. Númeraðir miðar og glæsilegir vinningar á […]Lesa meira

Kalt og hráslagalegt er þjóðhátíðardeginum var fagnað – Myndir

Þjóðhátíðardeginum var fagnað um allt land í dag og var Þorlákshöfn engin undantekning á því. Mikill kuldi og rigning settu svip sinn á hátíðarhöldin í dag. Hátíðarhöldin byrjuðu á skrúðgöngu frá grunnskólanum, þar sem  Lúðrasveit Þorlákshafnar spilaði af sinni alkunnu snilld. Bæjarstjóri Ölfuss, Gunnsteinn Ómarsson, fór með kröftuga ræðu þar sem hann m.a. minnti á […]Lesa meira

Jónas og lúðró endurtaka leikinn á Borgarfirði eystri – miðasala

Eftir stórfenglega útgáfutónleika í Þorlákshöfn á síðasta ári hafa Jónas Sigurðsson og Lúðrasveit Þorlákshafnar ákveðið að halda stórtónleika í Fjarðarborg á Borgarfirði eystri. Tónleikarnir verða á fimmtudeginum fyrir Bræðsluna í félagsheimilinu Fjarðarborg 25. júlí og hefjast tónleikarnir klukkan tíu. Einvala lið listamanna munu koma fram með Jónasi og lúðrasveitinni á tónleikunum en þau eru borgfirski […]Lesa meira

Ægir-Dalvík/Reynir kl 16:00

Heimamenn í Ægi mæta sameiginlegu liði Dalvíkur/Reynis klukkan 16:00 í dag, sunnudaginn 16.júní á Þorlákshafnarvelli. Fyrir leikinn í dag eru Ægir í 10.sæti með 6 stig eftir 5 leiki og þurfa því sárnauðsynlega á þremur stigum að halda, en Dalvík/Reynir sitja í 6.sæti með 9 stig. Það er því um að gera að mæta á […]Lesa meira

17.júní í Þorlákshöfn

Þjóðhátíðardagur Íslendinga, 17.júní,  er að sjálfsögðu haldinn hátíðlegur í Þorlákshöfn líkt og víðsvegar um landið. Dagskráin er svohljóðandi: 14:30  Skrúðganga frá grunnskólanum 15:00  Hátíðardagskrá í Skrúðgarðinum. Ávarp: Bryndís Ósk Valdimarsdóttir Fjallkonan fríð fer með ljóð Lúðrasveit Þorlákshafnar 15:30  Skemmtidagskrá í Skrúðgarðinum Tónlistaratriði: Anna Margrét Káradóttir og Ása Berglind Hjálmarsdóttir Gunni og Felix sprella fyrir ungu kynslóðina […]Lesa meira

Helgarþjónustu fyrir aldraða og öryrkja haldið áfram

Á fundi bæjarráðs í morgun var samþykkt að framhald yrði á þeirri þjónustu sem aldraðir og öryrkjar fá. Það er að kvöld- og helgarþjónustu verður haldið áfram, en slíkt hefur reynst vel á þeim tíma sem sú þjónusta hefur verið fáanleg. Einnig var lagt fram erindi frá fulltrúum nefndar sem skipuð var af Félagi eldri […]Lesa meira

Viltu vinna í íþróttamiðstöðinni?

Íþróttamiðstöðin í Þorlákshöfn  óskar eftir starfsmanni í 100% stöðu! (karlmaður vegna baðvörslu í karlaklefa) Starfið er unnið í vaktavinnu sem felst m.a. í baðvörslu, gæslu við íþrótta, líkamsræktar- og sundlaugarmannvirki, tjaldstæði, þrif, afgreiðslu og umsjón og eftirlit  með tækjabúnaði í tækjarýmum. Hæfniskröfur: Starfsmaðurinn þarf að hafa ríka þjónustulund að upplagi, gott lag á börnum og […]Lesa meira